Námskeið í tilraunakenndri kvikmyndagerð fyrir ungt fólk

Lee Lynch byrjaði að gera sínar fyrstu myndir aðeins fjórtán …
Lee Lynch byrjaði að gera sínar fyrstu myndir aðeins fjórtán ára gamall. Ljósmynd/Aðsend

Kaliforníumaðurinn Lee Lynch hefur verið búsettur á Íslandi í fimm ár ásamt íslenskri konu og syni. Lee er kvikmyndagerðarmaður og er að fara af stað með sitt sjötta námskeið í Hinu húsinu nú í lok september fyrir ungt fólk á aldrinum 16-25 ára en það hefst 25. september. 

Nýtist fólki í myndlistarnámi

„Námskeiðið kynnir myndbandslist og hljóðlist fyrir nemendum og við skoðum nýbylgjukvikmyndagerð, leiklist,  tilraunakenndar hreyfimyndir og hljóðklippimyndir,“ útskýrir Lee. 

„Bekknum er skipt upp svo að þau bæði horfa á ýmiss konar listform og svo búa þau til myndbandsverk. Þau læra meðal annars að framleiða og klippa YouTube-myndbönd, gera súrrealíska leiki og nota ýmsa analóg effekta. „Þetta er fullkomið námskeið fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á því að auka við þekkingu sína á list og kvikmyndagerð og nýtist sérstaklega þeim sem eru í myndlistarnámi,“ segir hann. Þess má geta að námskeiðið fer mestmegnis fram á ensku. 

Hefur sýnt á Sundance-hátíðinni

Lee lærði tilraundakennda kvikmyndagerð í listaskólanum Cal Arts í Kaliforníu og tók svo meistarapróf í myndlist í Háskólanum í Suður-Kaliforníu (USC). Myndir hans hafa verið sýndar á ýmsum kvikmyndahátíðum, meðal annars á Sundance, Tribecca, Rotterdam og á Viennale. 

Spurður um hvernig þessi námskeið komu til segir hann að þau hjónin hafi lengi dreymt um að halda eigin námskeið. „Við héldum fyrsta námskeiðið okkar í Chinatown í Los Angeles og þegar við fluttum til Reykjavíkur spurðum við Hitt húsið hvort áhugi væri fyrir hendi. Þau hafa leyft okkur að vera þar allar götur síðan.“

Leikarinn Tómas Lemarquis var gestur á námskeiðinu sem var haldið …
Leikarinn Tómas Lemarquis var gestur á námskeiðinu sem var haldið í fyrra. Ljósmynd/Aðsend

Kvikmyndagerð getur veitt ungu fólki frelsi

Nafnið á námskeiðinu er Teenage Wasteland of the Arts og vísar í lag með bresku rokksveitinni The Who, Babba O'Riley, en það fjallar um samfélag sem veitir ekki draumum ungu kynslóðarinnar athygli. „Ég er sammála um að unglingum og ungu fólki sé ekki veitt nægileg athygli á marga vegu, ekki bara í listum. Ég var fjórtan ára þegar ég byrjaði að búa til kvikmyndir. Stundum hataði ég skólann og á þessum tíma voru foreldrar mínir að ganga í gegnum erfiðan skilnað. Kvikmyndagerðin kom mér í gegnum þessa erfiðu tíma en ég var eini unglingurinn sem var að fást við slíkt í þeim litla bæ sem ég ólst upp í. Ég vonast til þess að geta boðið ungu kvikmyndagerðarfólki og myndbandslistamönnum upp á rými þar sem þeir geta verið frjálsir frá öllu öðru sem er í gangi í lífi þeirra og þeir hafa enga stjórn á. Rými þar sem þeir geta tjáð sig innan um svipað þenkjandi fólk og hjálpað hinni frábæru kvikmyndasenu Íslands að vaxa og dafna.“

Upplýsingar um námskeiðið og skráning fer fram á Teenage Wasteland of the Arts  og í Hinu húsinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leitaðu nýrra leiða til þess að auðga líf þitt og bæta. Einhver þér eldri getur miðlað þér af reynslu sinni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Laila Brenden
3
Kolbrún Valbergsdóttir
4
Sigríður Dúa Goldsworthy
5
Arnaldur Indriðason