Sakaði Beyoncé um drepa kettlingana sína

AFP

Trommarinn Kimberly Thompson sakaði Beyoncé um að áreita sig og krafðist þess að fá tímabundið nálgunarbann á hana. Dómari féllst ekki á kröfu Thompson sem segist hafa unnið fyrir söngkonuna í sjö ár. 

Samkvæmt dómmskjölum sem The Blast hefur undir höndum kemur fram að að Thompson haldi því fram að Beyoncé búi yfir ótrúlegum galdrammætti. Á söngkonan að hafa lagt álög á hana til þess að fylgjast með henni og hafa stjórn á fjármálum hennar. 

Auk þess að eiga að hafa skipt sér af fjármálum hennar segir hún Beyoncé hafa farið með galdraþulur um kynferðislega misnotkun auk þess sem hún heldur því fram að söngkonan hafi drepið kettlingana sína. Hún á einnig að hafa hlerað síma hennar. Ekki er ljóst hvort að Beyoncé eigi að hafa beint öllum mætti sínum að Thompson eða fleira fólki. 

Beyoncé.
Beyoncé. AFP
mbl.is