Hertogaynjan lokaði eigin bíldyrum

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, lokar eigin bíldyrum eins og …
Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, lokar eigin bíldyrum eins og ekkert sé. Ljósmynd/Twitter

Að loka bíldyrum á eftir sér er góður og almennur siður, eitthvað sem almúginn gerir nánast daglega. Það á hins vegar ekki við um aðalinn og þegar hertogaynjan af Sussex, Meghan Markle, gerðist svo djörf að loka bíldyrum á eftir sér í gær fóru samfélagsmiðlar á hliðina.

Markle var í gær viðstödd sinn fyrsta viðburð á eigin vegum eftir að hafa fengið nafnbótina hertogaynja. Tilefnið var opnun listasýningar í Konunglegu listaakademíunni í Lundúnum. Þegar Markle steig út úr bílnum voru dyrnar opnaðar fyrir henni en líkt og ekkert væri eðlilegra lokaði hún dyrunum sjálf á eftir sér.

Atvikið vakti athygli á samfélagsmiðum og á meðan konungssinnar lofuðu hana fyrir jarðbundna og auðmjúka framkomu grínuðust aðrir með að framkoma Markle gæti leitt til atvinnumissis meðal starfsfólks konungshallarinnar. Enn aðrir virtust ósáttir við athyglina sem atvikið fær í fjölmiðlum.

Willian Hanson, sérfræðingur í hirðsiðum, segir í samtali við breska ríkisútvarpið að ekki væri um brot á siðareglum að ræða af hálfu hertogaynjunnar. Að opna og loka dyrum fyrir konungsfjölskylduna væri spurning um öryggisatriði frekar en glæsilegt yfirbragð og þokka.

Þarf að segja skilið við sjálfurnar

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Markle, yfirlýstur feministi og fyrrverandi talsmaður Sameinuðu þjóðanna, lokar dyrunum á eftir sér en svipuð uppákoma átti sér stað í síðustu viku þegar Markle var viðstödd útgáfu matreiðslubókar ásamt móður sinni.

Þá fullyrðir bandarískur blaðamaður að hann hafi séð hertogaynjuna þrífa upp eftir hundinn sinn á götum Lundúna í síðasta mánuði. Það hefur hins vegar ekki fengist staðfest.

Meghan Markle verður frjálst að opna og loka bíldyrum að vild en það er samt sem áður ýmislegt sem hún þarf að segja skilið við eftir að hún varð hluti af konungsfjölskyldunni. „Sjálfur heyra sögunni til, ekki fleiri eiginhandaáritanir, hún má ekki kjósa og öllum opinberum aðgöngum hennar á samfélagsmiðlum verður að vera eytt,“ segir hirðsiðasérfræðingurinn Hanson.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú kemst ekki upp með neitt þessa dagana og á því að leggja spilin á borðið. Treystu innsæi þínu og láttu það eftir þér að gera það sem þig langar.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Jojo Moyes
5
Moa Herngren