Hank og Tank snúa aftur með nýja plötu og dúett með Keren Ann

Hank & Tank flytja meðal annars dúett með vinkonu sinni …
Hank & Tank flytja meðal annars dúett með vinkonu sinni Keren Ann á nýju plötunni sem nefnist Last Call for Hank & Tank. Ljósmynd/Aðsend

Eftir átta ára hlé kemur nú út önnur plata tvíeykisins Hank & Tank en þeir eru Henrik Björnsson og  Þorgeir Guðmundsson.  Henrik er best þekktur sem forsprakki, lagahöfundur og söngvari rokksveitarinnar Singapore Sling og Þorgeir Guðmundsson er kvikmyndamaður en hann var einn af upphafsmeðlimum Sling og spilaði einnig með sveitinni Funerals ásamt Ragnari Kjartanssyni. Saman mynda þeir Hank & Tank, angurværa sólgleraugnaklædda gullaldarpopptónlist í anda Lee Hazlewood og rafsveitarinnar Suicide. 

Hank & Tank gáfu út plötuna Songs for the Birds árið 2010 en von bráðar, en heilum átta árum síðar,  kemur út platan Last Call for Hank & Tank. 

Eitt lag af plötunni er komið út en það er dúett með hinni rómuðu söngkonu Keren Ann. Hvernig kom það samstarf til? „Barði Jóhannsson kynnti hana fyrir okkur og hún fékk að heyra upptökur sem síðar urðu að fyrri plötunni í partýi. Í kjölfarið bauð hún okkur að koma og hita upp fyrir sig á Frakklandstúr 2002“ segir Þorgeir. „Hún er vinkona okkar og okkur vantaði söngkonu fyrir dúett,“ svarar Henrik. „Svo hefur Tankurinn komið nokkrum sinnum fram sem gestasöngvari með Lady & Bird, samstarfsverkefni Barða og Keren Ann, og hann lék líka eitt aðalhlutverk í  óperunni þeirra Red Waters. 

Same Old Song - Hank & Tank með Keren Ann

En hvers vegna leið svona langur tími á milli platna? 

Því lífið þvælist fyrir rokkinu,“segir Þorgeir. „Við höfum báðir verið uppteknir við annað. Ég hef til dæmis verið að búa til plötur,“ útskýrir Henrik. 

Af hverju heitir platan Last Call for Hank & Tank ?

„Af því að það er svo fyrirsjáanlegur titill,“ svarar Henrik. „Fyrirsjáanlegur og augljós eins og lífið,“ segir Þorgeir. 

Henrik og Þorgeir segja lagasmíðar fara fram þannig að annar þeirra komi með grunn eða hugmynd að lagi og svo sé það unnið saman, bæði lag og texti. „Stundum semjum við lag saman frá byrjun.“

Nýja platan, sem að þeirra sögn verður klárlega jólaplatan í ár, kemur út stafrænt en söfnun á Karolina Fund hefur verið sett á fót til að hún komin einnig út í glæsilegri vínyl útgáfu. Þeir sem styrkja plötuna á Karolina Fund eiga þess kost að fá í staðinn áritaða vínyl plötu og miða á útgáfutónleikana. Söfnunin fer fram HÉR. 

Fyrr á árinu kom fyrsta hljómdæmið, Drive On, lag um veginn og Ameríku og svo fylgdi í kjölfarið þetta myndband hér að neðan sem er óður þeirra til vegamyndarinnar. 


Fyrri plötu Hank & Tank - Songs for the Birds má svo streyma ókeypis á bandcamp síðu þeirra: https://hankandtank.bandcamp.com/releases

En er eitthvað fleira sem þeir vilja segja um þessa nýju plötu? 

„Já, þetta er tímalaus vegamúsik,“ svara þeir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes