Hittir sínar fyrrverandi í brúðkaupinu

Harry Bretaprins mun líklega hitta fyrrverandi kærustur sínar í brúðkaupi ...
Harry Bretaprins mun líklega hitta fyrrverandi kærustur sínar í brúðkaupi frænku sinnar. AFP

Eugenie prinsessa gengur í hjónaband á morgun, föstudag. Harry Bretaprins mun að sjálfsögðu mæta enda frændsystkinin góðir vinir. Fyrrverandi kærustur Harrys eru einnig sagðar vera meðal 850 gesta. 

Samkvæmt Vanity Fair er Harry sagður vera spenntur fyrir brúðkaupinu enda líklegt að hann hitti gamla vini sína þar sem hann hefur ekki haft mikinn tíma til að hitta síðustu mánuði. Það er þó spurning hversu spenntur hann er að hitta fyrrverandi kærustur sínar þær Chelsy Davy og Cressidu Bonas. 

Þær Davy og Bonas voru báðar á gestalistanum þegar Harry kvæntist Meghan í maí. Hann er hins vegar sagður vera í litlu sambandi við þær og hættur að tala við þær. „Þær eru hluti af fortíð hans og hann hefur haldið áfram með líf sitt með Meghan. Eugenie er enn mjög náin þeim. Ég er viss um að hann verður háttprúður og mjög kurteis við þær báðar en það verður áhugavert að sjá viðbrögð Meghan,“ sagði heimildarmaður. 

Harry og Chelsy Davy árið 2008.
Harry og Chelsy Davy árið 2008. AFP
Cressida Bonas mætti í brúðkaup Harry og Meghan í maí.
Cressida Bonas mætti í brúðkaup Harry og Meghan í maí. AFP
mbl.is