Katrín setti á sig svuntu

Katrín setti á sig svuntu.
Katrín setti á sig svuntu. AFP

Vilhjálmur Bretaprins og eiginkona hans Katrín hertogaynja sinntu opinberum skyldum sínum í gær þegar þau heimsóttu Barnsley á Englandi. Tóku þau til hendinni í eldhúsi á heimili fyrir heimilislausa. 

Settu hjónin á sig svuntu og hjálpuðu til við að elda hádegismat áður en þau settust niður og töluðu við heimilisfólkið. Ekki skal segja til um hversu mikið Katrín eldar heima hjá sér en hún afsakaði sig að minnsta kosti fyrir að hafa skorið stórar brauðsneiðar og gerði eiginmaður hennar grín að henni. 

Katrín skar stórar brauðsneiðar.
Katrín skar stórar brauðsneiðar. AFP

Kóngafólkið er duglegt að setja upp svuntur fyrir ljósmyndara og var eitt fyrsta verkefni Meghan hertogaynju að hjálpa til við góðgerðarmatreiðslubók. Var Meghan, sem er þekkt fyrir áhuga á matargerð, með mittissvuntu á myndum sem sendar voru til fjölmiðla í haust. 

Meghan hefur líka látið til sín taka í eldhúsinu.
Meghan hefur líka látið til sín taka í eldhúsinu. AFP
mbl.is