Eyðilagður eftir lát barnsmóður sinnar

Tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs ásamt Kim Porter og börnum þeirra ...
Tónlistarmaðurinn Sean Diddy Combs ásamt Kim Porter og börnum þeirra Quincy, Justin Dior, Christian Casey og tvíburunum D'Lila Star og Jesse James árið 2008. AFP

Barnsmóðir tónlistarmannsins Diddy, Kim Porter, lést á heimili sínu í gær, fimmtudag. TMZ greinir frá því að fjölskylda Porter hafi fundið hana látna í rúmi sínu. Hafði hin 47 ára gamla fyrirsæta farið snemma í rúmið þar sem henni leið ekki vel, hafði hún verið veik síðustu daga. 

Diddy og Porter hættu saman árið 2007 eftir að hafa verið sundur og saman í 13 ár. Eiga þau saman þrjú börn, son sem er fæddur 1998 og tvíburadætur sem eru fæddar árið 2006. Átti Porter einn son fyrir samband sitt við Diddy. Hjálpuðust þau að við uppeldið á börnunum fjórum. 

Er Diddy sagður eyðilagður yfir dauða Porter enda var hún hluti af fjölskyldu hans. Heimildir TMZ herma að þau Porter hafi enn verið í góðu sambandi. Þau hafi eytt tíma saman, verið saman á hátíðisdögum sem og farið í ferðalög saman sem fjölskylda. 

Kim Porter.
Kim Porter. AFP
mbl.is