Ricky Jay látinn

Ricky Jay.
Ricky Jay. Ljósmynd/Wikipedia.org

Bandaríski leikarinn og töframaðurinn Ricky Jay er látinn. Frá þessu greinir umboðsmaður hans. Jay andaðist í Los Angeles. 

Jay þótti afar hæfileikaríkur töframaður og í grein í tímaritinu New Yorker árið 1993 var hann sagður vera einn sá allra hæfileikaríkasti á sviði sjónhverfinga. 

Hann lék einnig í fjölmörgum kvikmyndum, m.a. í Boogie Nights, Magnolia og Bond-myndinni Tomorrow Never Dies.

Margir hafa minnst Jay með hlýhug á samfélagsmiðlum, m.a. leikararar og aðrir töframenn. 

Penn Jilette, annar hluti töfratvíeykisins Penn & Teller, segir að Jay hafi verið einn sá allra besti í faginu

Ricky Jay fæddist í Brooklyn í New York og var gefið nafnið Richard Jay Potash. Jay ræddi lítið um æskuár sín opinberlega og það er ekki alveg vitað með vissu hvaða ár hann fæddist, en talið er að það hafi verið á milli 1946 og 1948.

Hann er sagður hafa komið fyrst fram opinberlega þegar hann var aðeins fjögurra ára gamall. Hann kom fram og hélt sýningar á næturklúbbum og gamanklúbbum, en hann er talinn vera einn af þeim fyrstu sem sýndu töfrabrögð á slíkum stöðum.

Þá þótti hann einkar flinkur í því að kasta spilum. Hann gat m.a. kastað spili í og fest þau í vatnsmelónum úr 10 skrefa fjarlægð, að því er segir á vef BBC. 

Þá var það skráð í Heimsmetabók Guinness að hann hefði eitt sinn náð að kasta spili 58 metra og spilið hafi náð hvorki meira né minna en 145 km hraða. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes