Tattúið tileinkað eiginmanninum horfið

David og Victoria Beckham á bresku tískuverðlaununum á mánudaginn.
David og Victoria Beckham á bresku tískuverðlaununum á mánudaginn. AFP

Frú Victoria Beckham er búin að láta fjarlægja húðflúr sem var tileinkað eiginmanni hennar, knattspyrnukappanum fyrrverandi David Beckham. Fatahönnuðurinn og fyrrverandi kryddpían var með húðflúr á baki sem fór frá hálsi niður hryggjasúlu hennar en miðað við myndir frá bresku tískuverðlaununum á mánudaginn er húðflúrið farið. 

Victoria Beckham birti mynd af húðflúrlausu baki sínu á Instagram.
Victoria Beckham birti mynd af húðflúrlausu baki sínu á Instagram. skjáskot/Instagram

Victoria birti sjálf mynd af sér með eiginmanni og syni þeirra þar sem vel sást í bak hennar. Húðflúrið var hvergi sjáanlegt og er talið að Victoria hafi farið í leysigeislameðferð til þess að losa sig við húðflúrið. 

Fatahönnuðurinn fékk sér tilvitnun á hebresku á bakið í kringum sex ára brúðkaupsafmæli hennar og David Beckham. Victoria er kannski búin að losa sig við húðflúrið sem var tileinkað eiginmanninum en hún er ekki enn búin að losa sig við manninn sjálfan þrátt fyrir þrálátan orðróm um hjónabandserfiðleika. 

View this post on Instagram

#victoriabeckham #victoriabeckhamtattoos #lowerbacktattoo #wristtattoo #romannumerals #hebrew #Iammybelovedsandmybelovedismine

A post shared by Instant Gratification Of Tats (@igtats03) on Dec 4, 2013 at 10:34pm PST

mbl.is