Leikkonan Sondra Locke er látin

Sondra Locke.
Sondra Locke. Wikipedia

Bandaríska leikkonan Sondra Locke er látin 74 ára að aldri. Hún var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir sitt fyrsta hlutverk í kvikmyndum árið 1968. 

Locke lést 3. nóvember í Kaliforníu, segir í fréttum bandarískra fjölmiðla. Hún hafði glímt við krabbamein í brjóstum og beinum. Heilbrigðisyfirvöld í Los Angeles staðfestu andlát hennar í samtali við Variety, segir í frétt AFP-fréttastofunnar.

Locke og Clint Eastwood áttu í afar löngu ástarsambandi en þau unnu einnig lengi saman.

Sondra Locke var tilnefnd til Óskarsverðlauna í aukahlutverki fyrir leik í kvikmyndinni The Heart is a Lonely Hunter. „Ég hafði aldrei áður verið á tökustað áður,“ sagði hún í viðtali við Variety árið 1978. „En þetta var eins og að koma heim.“

Leikur hennar vakti heimsathygli þegar hún lék á móti Eastwood í kvikmyndinni The Outlaw Josey Wales árið 1976 en Eastwood leikstýrði einnig myndinni. Næstu 13 árin unnu þau náið saman auk þess að vera par.

Meðal kvikmynda sem þau léku saman í eru: The Gauntlet, Every Which Way But Loose, Any Which Way You Can og Sudden Impact.

Locke sneri sér síðar að leikstjórn. Þau Eastwood slitu samvistir árið 1989 og var skilnaður þeirra afar hatrammur. 

Árið 1997 gaf hún út bók um samband þeirra þar sem hún fer heldur ófögrum orðum um fyrrverandi sambýlismann sinn Clint Eastwood. Bókina kallar Locke "The Good, the Bad and the Very Ugly" sem er vísun í einn frægasta vestrann sem Eastwood lék í.

Locke höfðaði mál gegn Eastwood þegar 13 ára sambandi þeirra lauk fyrir nokkrum árum þar sem hún krafðist hárra lífeyrisgreiðslna. Parið eignaðist engin börn saman og fullyrðir Lock að Eastwood hafi fengið hana til að fara í fóstureyðingu og til að gera sig ófrjóa af þeirri ástæðu að hann vildi ekki eignast fleiri börn.

Að sögn Locke eignaðist Eastwood hins vegar þrjú börn með tveimur konum meðan á sambandi þeirra stóð. Í bókinni segir Locke að Eastwood hafi beðið hana að kalla sig pabba en hún er talsvert yngri en hann. Hann á einnig að hafa sagt Locke að hann hafi þróað hina frægu hvíslrödd sína eftir að hafa kynnt sér rödd Marilyn Monroe og ákveðið að búa til karlkyns útgáfu fyrir sjálfan sig. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes