Opinberar ást sína á dóttur Schwarzenegger

Chris Pratt var ekki lengi að ná sér í nýja ...
Chris Pratt var ekki lengi að ná sér í nýja kærustu. AFP

Leikarinn Chris Pratt óskaði kærustu sinni, Katherine Schwarzenegger, til hamingju með 29 ára afmælið á fimmtudaginn. Hingað til hefur Pratt reynt að halda sambandinu við dóttur Arnolds Schwarzenegger leyndu en parið hefur verið að minnsta kosti saman í hálft ár.

Pratt sem er tíu árum eldri og skildi við eiginkonu sína, leikkonuna Önnu Faris, fyrr á árinu, virðist vera yfir sig ástfanginn af kærustu sinn og tilbúinn til að opinbera ást sína. Þakkar hann meira að segja guði fyrir að hafa komið með hana inn í líf sitt. 

Samkvæmt heimildarmann E! er þetta alvarlegasta samband fröken Schwarzenegger. Fann hún um leið og þau kynntust að það var eitthvað öðruvísi við þetta samband.  

View this post on Instagram

Happy Birthday Chief! Your smile lights up the room. I’ve cherished our time together. Thrilled God put you in my life. Thankful for the laughs, kisses, talks, hikes, love and care.♥️🍾🎉🎂

A post shared by chris pratt (@prattprattpratt) on Dec 13, 2018 at 5:32pm PST

Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine ...
Christina Schwarzenegger, Arnold Schwarzenegger, Patrick Schwarzenegger, Maria Shriver og Katherine Schwarzenegger öll saman komin. mbl.is/AFP
mbl.is