Depp innilegur með gulklæddri konu

Letitia Frye birti þessa mynd af sér með Johnny Depp ...
Letitia Frye birti þessa mynd af sér með Johnny Depp á Instagram.

Johnny Depp hefur verið einhleypur síðan hann og Amber Heard slitu hjónabandi sínu á stormasaman hátt fyrir tveimur árum. Á dögunum birti kona að nafni Letitia Frye mynd af sér kyssa Depp innilega á munninn. Þrátt fyrir að margir aðdáendur leikarans hafi vonast til þess að Depp væri kominn með góða konu til að sjá um sig virðist ekki svo vera. 

Daily Mail greinir frá því að Frye, sem sér um að halda uppboð, sé góð vinkona Depp. Hún hafi sjálf skrifað athugasemd við myndina um að þau væru bara vinir, sagt fólki að taka því rólega og þau hafi einungis verið að safna peningum fyrir góðgerðarmál. 

View this post on Instagram

I posted earlier about my annual prom pic with @alicecooper, glad I had the foresight to use this pose in my first pic with #johnnydepp years ago. 😉Here’s our semi-annual Christmas Pudding pic for 2018! #backstage #allaccess #johnny #jd

A post shared by Letitia Frye (@letitia_frye) on Dec 11, 2018 at 6:43pm PST

mbl.is