Kölluðu ofbeldishlið Depp skrímslið

Johnny Depp og Amber Heard á meðan allt lék í …
Johnny Depp og Amber Heard á meðan allt lék í lyndi. AFP

Leikkonan Amber Heard sagði að bæði hún og fyrrverandi eiginmaður hennar, leikarinn Johnny Depp, hafi kallað ofbeldishlið hans skrímslið. Þetta kemur fram í máli hennar þegar lögfræðingur Depp yfirheyrði hana í skilnaðardeilu leikaranna en The Hollywood Reporter hefur skjöl úr málinu undir höndum. 

„Johnny og ég köllum annan persónuleika hans, hluta hans sem er til staðar þegar hann lemur mig, við köllum hann skrímslið og höfum kallað skrímslið í mörg ár,“ sagði Heard. „Ég var skíthrædd við skrímslið.“

Í skjölunum kemur fram hvernig Heard lýsir ofbeldi Depp vorið 2016 en þá var hringt á neyðarlínuna eftir að mikið gekk á á heimili hjónanna í L.A. Segir Heard að Depp hafi hent símanum í andlit hennar, tekið í hár hennar og hún öskrað á hjálp. Á Depp að hafa brotið glerhluti og skilið eftir á gólfinu þar sem einnig var að finna skemmda silfurkertastjaka og lampa. 

Fram kemur að vinkona Heard, Raquel Pennington, hafi komið í íbúðina eftir að Heard bað hana um hjálp. Sagði hún Depp hafa verið öskrandi og sveiflandi vínflösku til að brjóta hluti. Pennington sagði jafnframt að lætin í Depp hafi leitt til þess að öryggisteymi hans kom inn og sannfærði leikarann um að fara. Hún sagðist einnig hafa tekið myndir af marblettum Heard sama kvöld. 

Lögreglan kom á svæðið eftir að hringt var á neyðarlínuna. Tveir lögregluþjónar sögðust hvorki hafa tekið eftir marblettum né meiðslum á andliti hennar. 

Stjörnurnar hafa málað mismunandi mynd af því hvað gekk á í hjónabandi þeirra. Eru skjölin talin vera mikilvæg í vörn The Sun í máli Depp gegn fjölmiðlinum. Leikarinn fór í mál við miðilinn vegna greinar þar sem spurt var hvernig J.K. Rowling gæti verið ánægð með að Johnny Depp, sem lamdi eiginkonu sína, færi með hlutverk í Fantastic Beast. 

Amber Heard og Johnny Depp.
Amber Heard og Johnny Depp. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hreinsaðu hugann og reyndu að komast eitthvað í burtu. Taktu upp hanskann fyrir vin.