Kidman hunsaði stjörnu kvöldsins

Nicole Kidman virtist hunsa Rami Malek.
Nicole Kidman virtist hunsa Rami Malek. AFP

Bohemian Rhapsody-stjarnan Rami Malek var stjarna sunnudagskvöldsins þegar hann hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir túlkun sína á Freddie Mercury. Eftir að hafa tekið við verðlaununum ætlaði hann að ná sambandi við Nicole Kidman en leikkonan virtist hins vegar hunsa Malek á sviðinu. 

Myndband af atvikinu hefur farið víða á samfélagsmiðlum og sýnir hvernig Malek gerði að minnsta kosti tvær tilraunir til að ná sambandi við leikkonuna. Kidman sem er ekki óvön að vekja athygli fyrir vandræðalega framkomu á verðlaunahátíðum tók þó vonandi bara ekki eftir því að Malek vildi ná sambandi við hana. 

Rami Malek.
Rami Malek. AFP
mbl.is