Ekki sátt við hvernig mynd af henni var breytt

Amy Schumer á frumsýningu I Feel Pretty í fyrra.
Amy Schumer á frumsýningu I Feel Pretty í fyrra. AFP

Grínleikkonan Amy Schumer er ekki hrædd við að koma til dyranna eins og hún er klædd. Hún var því allt annað en ánægð þegar Instagram-notandi breytti mynd af henni og reyndi í leiðinni að auglýsa þjónustu sína sem gengur út á að gera myndir tilbúnar fyrir Instagram. 

Notandinn birti upprunalegu myndina af Schumer og myndina með breytingunum. Segist notandinn geta gert það sem hann gerði við mynd af Schumer fyrir aðra. Gaf hann þar með í skyn að Schumer hefði ekki verið nógu falleg fyrir samfélagsmiðilinn á fyrri myndinni. 

Schumer skrifaði sjálf athugasemd við færsluna og sagði þetta ekki gott fyrir menningu okkar. Sagðist hún kunna vel við það hvernig hún liti út og að hún vildi ekki líta út eins og afrit af einverjum kvenmanni sem notandanum  finnst að konur eigi að líkjast. 

Amy Schumer birti mynd af færslunni.
Amy Schumer birti mynd af færslunni. skjáskot/Instagram
mbl.is