Langri trúlofun lokið án brúðkaups

Brie Larson er hætt með unnustanum.
Brie Larson er hætt með unnustanum. mbl.is/AFP

Óskarsverðlaunaleikkonan Brie Larson er hætt með unnusta sínum Alex Greenwald en parið trúlofaði sig í maí 2016. People greindi frá því á dögunum að parið sem byrjaði saman árið 2013 hefði slitið sambandi sínu. 

Larson vann Óskarsverðlaun árið 2016 og þakkaði Greenwald í ræðu sinni. „Alvörumaki minn, Alex Greenwald, ég elska þig,“ sagði hún. 

Heimildarmaðurinn sagði þau hafa tekið skref aftur í sambandi sínu að minnsta kosti um sinn en halda áfram að vera náin. 

„Hann er hinn helmingur jöfnunnar, hvernig getur þú útskýrt stuðning? Ég meina, þetta óviðjafnanlegt. Hann er manneskjan mín, hann er besti vinur minn,“ sagði Larson í gömlu viðtali um unnustan fyrrverandi. 

mbl.is