Elli grillar í fólki og snýr út úr

Elli grill tekur þátt í Söngvakeppninni 2019.
Elli grill tekur þátt í Söngvakeppninni 2019. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Elli grill flytur lagið Jeijó, alla leið eftir Barða Jóhannsson ásamt Skaða og Glym í seinni undakeppni Söngvakeppninnar 2019 laugardaginn 16. febrúar. Það kom mörgum á óvart þegar kynnt var um þátttöku Ella grills í Söngvakeppninni og eru svör hans við spurningum blaðamanns Mbl.is um þátttökuna algjörlega úti á túni. 

Af hverju Eurovision?

„Eurovision er nýja hip hopið,“ segir Elli grill. 

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Ég og Barði vorum á skíðum saman að hlusta á Kim Larsen.“

Besta Eurovision-minningin?

„Þegar Bubbi Morthens vann Eurovision.“

Hverju vonar þú að lagið skili til áhorfenda?

„Já, ég vona það.“

Uppáhalds-Eurovision-lagið?

„Snoop Dogg - Gin and juice.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Ég man næstum því hvernig lagið er.“

Hvað hefur komið þér mest a óvart i tengslum við Eurovision-ferlið?

„Að hitta Begga í Sóldögg var frábær upplifun, mjög „spiritual“.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Ísland hefur oft unnið Eurovision og Laugavegurinn kemur alltaf sterkur inn.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes