Elli grillar í fólki og snýr út úr

Elli grill tekur þátt í Söngvakeppninni 2019.
Elli grill tekur þátt í Söngvakeppninni 2019. Ljósmynd/Aðsend

Tónlistarmaðurinn Elli grill flytur lagið Jeijó, alla leið eftir Barða Jóhannsson ásamt Skaða og Glym í seinni undakeppni Söngvakeppninnar 2019 laugardaginn 16. febrúar. Það kom mörgum á óvart þegar kynnt var um þátttöku Ella grills í Söngvakeppninni og eru svör hans við spurningum blaðamanns Mbl.is um þátttökuna algjörlega úti á túni. 

Af hverju Eurovision?

„Eurovision er nýja hip hopið,“ segir Elli grill. 

Hvernig hófst vinnan við lagið?

„Ég og Barði vorum á skíðum saman að hlusta á Kim Larsen.“

Besta Eurovision-minningin?

„Þegar Bubbi Morthens vann Eurovision.“

Hverju vonar þú að lagið skili til áhorfenda?

„Já, ég vona það.“

Uppáhalds-Eurovision-lagið?

„Snoop Dogg - Gin and juice.“

Hvernig gengur undirbúningurinn fyrir Söngvakeppnina?

„Ég man næstum því hvernig lagið er.“

Hvað hefur komið þér mest a óvart i tengslum við Eurovision-ferlið?

„Að hitta Begga í Sóldögg var frábær upplifun, mjög „spiritual“.“

Getur Ísland unnið Eurovision og hvar ætti að halda keppnina?

„Ísland hefur oft unnið Eurovision og Laugavegurinn kemur alltaf sterkur inn.“

mbl.is