„Ísland orðið 100% klámvætt“

Edda Björgvinsdóttir er ekki sú eina sem hefur lent í ...
Edda Björgvinsdóttir er ekki sú eina sem hefur lent í óprúttnum aðilum tengdum hótunum um að klámefni verði sent til vina og vandamanna ef ekki er borgað bitcoin inn á reikning. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eftir fréttaflutning Fólksins á fólskulegri hótun í garð gamanleikkonunnar Eddu Björgvinsdóttur hafa fleiri stigið fram og lýst svipaðri reynslu. Edda Björgvinsdóttir lenti í óprúttnum aðila sem hótaði henni að ef hún myndi ekki borga með rafmynt inn á reikning aðilans færi klámefni af henni á fjölskyldu og vini. 

Karl Ágúst Úlfsson leikari setti saman texta þar sem hann gerir grín að öllu saman og birti Edda á síðunni sinni. Hann líkir klámhótunum og atburðarásinni sem gæti farið í gang í kjölfar svona hótunar við Klausturmálið. 

Sigurjóna Sverrisdóttir, sýningastjóri og eiginkona óperusöngvarans Kristjáns Jóhannssonar, segir að hún hafi fengið tvö hótunarbréf svipað því sem Edda fékk. Að Ísland sé orðið 100% klámvætt og að hér búi þá ef til vill flestar klámstjörnur í heimi ef marka má netárásina á undanförnum dögum. Þórunn Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson.
Þórunn Sigurðardóttir, Sigurjóna Sverrisdóttir og Kristján Jóhannsson. mbl.is/Stella Andrea
Karl Ágúst Úlfsson og Álfheiður Karlsdóttir.
Karl Ágúst Úlfsson og Álfheiður Karlsdóttir. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is