Íslensk tenging við framlag Króatíu

Roko Blazevic fer fyrir hönd Króata til Tel Aviv í …
Roko Blazevic fer fyrir hönd Króata til Tel Aviv í vor, en móðir hans er búsett á Egilsstöðum og starfar þar sem matreiðslumaður. Skjáskot úr undankeppni Króatíu fyrir Eurovision

Söngvarinn Roko Blazevic flytur framlag Króatíu í Eurovision í ár. Hann stóð uppi sem sigurvegari í forkeppninni þar í landi og flytur lagið „The Dream“ í Tel Aviv í Ísrael í maí. Þetta vita eflaust bara hörðustu Eurovision-aðdáendur, en það sem örugglega færri vita er að móðir söngvarans býr á Egilsstöðum og starfar þar sem matreiðslumaður.

Héraðsfréttamiðillinn Austurfrétt ræðir í dag við Mariju Sartlija-Blazevic, móður Eurovision-farans, en hún segist enn vera „hálfringluð“ eftir að ljóst varð að sonur hennar vann undankeppnina, sem fór fram síðustu helgi. Marija hefur búið á Egilsstöðum síðan í júní síðastliðnum og starfar við matreiðslu á veitingastaðnum Salt.

Roko er orðinn ágætlega þekktur í heimalandinu og hefur tekið þátt í sjónvarpsþáttum bæði í Serbíu og Króatíu, þar sem leitað er að upprennandi stjörnum. Í króatísku stjörnuleitinni endaði hann í öðru sæti og hefur í kjölfarið verið kallaður hinn króatíski Michael Bublé, en fram kemur í viðtalinu við Mariju á Austurfrétt að sonur hennar hafi alltaf verið í tónlist og sérhæft sig í því að syngja ballöður að undanförnu.

Það gerir hann vel, eins og sjá má í myndskeiðinu hér að ofan. Móðirin ætlar að sjálfsögðu að ferðast frá Egilsstöðum til Tel Aviv í vor og fylgjast með syninum á stóra sviðinu, en einnig ljóstrar hún því upp í samtali við Austurfrétt að Eurovision-farinn muni sækja Fljótsdalshérað heim í sumar og skýtur ekki loku fyrir það að kannski verði hann til í að taka nokkur lög fyrir Héraðsbúa.

Viðtalið við Mariju má lesa í heild á vef Austurfréttar

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes