Khloé heldur áfram

Khloé í opnunarpartýinu.
Khloé í opnunarpartýinu. AFP

Raunveruleikaþáttastjarnan Khloé Kardashian situr ekki heima og vorkennir sjálfri sér eftir sambandsslitin við körfuknattleiksmanninn Tristan Thompson. Parið hætti saman í vikunni eftir að upp komst um framhjáhald hans með vinkonu systur Khloé. 

Khloé mætti til opnunar fatabúðarinnar Pretty Little Things í Los Angeles í Bandaríkjunum á þriðjudaginn, sama dag og fréttir bárust af sambandsslitunum. Khloé og Tristan eiga saman dótturina True, en hún verður 1 árs í vor.

Khloé var gagnrýnd á samfélagsmiðlum fyrir að mæta á opinberan viðburð svona stuttu eftir sambandsslitin. Stóra systir hennar og raunveruleikaþáttastjarnan Kim Kardashian kom henni til varnar og sagði að Khloé þyrfti að vinna til að sjá fyrir sér og dóttur sinni. mbl.is