Verður Khloé næsta piparmeyin?

Kris Jenner þarf þó að gefa leyfi fyrir því að ...
Kris Jenner þarf þó að gefa leyfi fyrir því að dóttir hennar verði næsta piparmey. AFP

Það hefur eflaust ekki farið fram hjá aðdáendum Kardashian/Jenner-systranna að Khloé Kardashian er hætt með barnföður sínum Tristan Thompson. Parið hætti saman vegna meints framhjáhalds Tristans með vinkonu systur Khloé, Jordyn Woods. 

Aðdáendur Khloé hafa þó fundið lausn á málinu og vilja nú að hún verði valin sem keppandi í The Bachelorette-þáttunum. Þættirnir ganga út á að vel valinn hópur karla reynir að fanga ást einnar konu. 

Höfundur og framleiðandi The Bachelorette, Mike Fleiss, skrifaði á Twitter að Khloé kæmi svo sannarlega til greina sem næsta piparmey. Hann bætti þó við að hann þyrfti að fá leyfi frá móður hennar, Kris Jenner, áður en hann myndi velja hana.mbl.is