Dætur Loughlin hættar í skóla

Þær mæðgur Olivia, Lori og Isabella Loughlin.
Þær mæðgur Olivia, Lori og Isabella Loughlin. AFP

Dætur bandarísku leikkonunnar Lori Loughlin, Olivia og Isabella, munu ekki snúa aftur í skólann. Í vikunni komst upp um íburðarmikla svikamyllu sem foreldrar þeirra höfðu tekið þátt í til að koma þeim inn í góðan háskóla. 

Fjölskyldan segist vera hrædd um að systurnar verði fyrir aðkasti í skólanum og þau hafi því tekið þá ákvörðun að þær myndu ekki snúa aftur í skólann. 

Þær Olivia og Isabella stunduðu nám við Háskólann í Suður-Kaliforníu en talið er að foreldrar þeirra hafi borgað um hálfa milljón Bandaríkjadala, eða tæpar 60 milljónir íslenskra króna, til að koma þeim inn í íþróttalið í skólanum. Faðir þeirra er talinn hafa sent falsaðar myndir af þeim systrum á róðrarvélum til höfuðpaurs svikamyllunnar til að tryggja skólagöngu þeirra.

Sephora hættir samstarfi við Oliviu

Snyrtivörurisinn Sephora hefur hætt öllu samstarfi við Oliviu en hún hannaði snyrtivörulínu á vegum þeirra. Olivia hefur getið sér gott orð sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum og er með um 1,4 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram.

View this post on Instagram

Had so much fun at #SEPHORiA a few weeks ago! Go watch my latest video with #SephoraCollection 🖤 link in bio #BeautyUncomplicated #ad @SC

A post shared by OLIVIA JADE (@oliviajade) on Nov 2, 2018 at 3:21pm PDT

Þær systur voru nemendur við Háskólann í Suður Kaliforníu í ...
Þær systur voru nemendur við Háskólann í Suður Kaliforníu í Bandaríkjunum. AFP
mbl.is