Sam Smith opnar sig um líkamsímynd

Sam Smith.
Sam Smith. mbl.is/AFP

Enski tónlistarmaðurinn Sam Smith birti í dag viðtal við sjálfan sig þar sem hann ræðir um líkamsímynd sína. Smith segir að hann hafi alltaf haft lítið sjálfstraust vegna útlit síns og alltaf fundist hann vera of feitur. 

Smith opnaði sig í febrúar um líkamsímynd karla og birti mynd af sér berum að ofan á Instagram þar sem hann segist ætla að hætta að vera óöruggur og ætlar að byrja að elska línurnar sínar.

View this post on Instagram

In the past if I have ever done a photo shoot with so much as a t-shirt on, I have starved myself for weeks in advance and then picked and prodded at every picture and then normally taken the picture down. Yesterday I decided to fight the fuck back. Reclaim my body and stop trying to change this chest and these hips and these curves that my mum and dad made and love so unconditionally. Some may take this as narcissistic and showing off but if you knew how much courage it took to do this and the body trauma I have experienced as a kid you wouldn’t think those things. Thank you for helping me celebrate my body AS IT IS @ryanpfluger I have never felt safer than I did with you. I’ll always be at war with this bloody mirror but this shoot and this day was a step in the right fucking direction 👅🤘🏼🍑

A post shared by Sam Smith (@samsmith) on Feb 12, 2019 at 10:15am PST

Smith segir í viðtalinu að hann hafi farið í fitusog þegar hann var aðeins 12 ára gamall vegna þess að honum leið illa með líkama sinn. Hann segir einnig að hann hafi fengið móður sína til þess að fá leyfi fyrir hann til að fara ekki í sund- og íþróttatíma í skólanum

Hann varð fyrir aðkasti í skólanum fyrir þyngd sína og það hafi haft mikil áhrif á hann. Þegar hann var um 16 ára þá léttist hann mikið. Þrátt fyrir það leið honum alltaf illa í eigin skinni. Hann ákvað því að fara í samstarf með leikkonunni Jamil, en hún kom af stað samfélagsmiðla herferðinni „I Weigh“ eða „Vigt mín.“ Herferðin felur í sér að fólk dregur fram þá eiginleika sem einkennir það. Þau Jamil ræða um af hverju svo fáir karlar hafa stigið fram og rætt um jákvæða líkamsímynd. 

Viðtalið í heild sinni er hægt að horfa á á Instagram-sjónvarpsrás (IGTV) Sam Smith. 

mbl.is