Segir hlutverk sitt ekki að verja föður sinn

Paris Jackson.
Paris Jackson. mbl.is/AFP

Dóttir Michael Jackson, fyrirsætan Paris Jackson, segir það ekki hennar hlutverk að verja föður sinn gegn ásökunum um barnaníð. Dóttir Jackson skrifaði þetta á Twitter en hún hefur lítið viljað tjá sig um nýja heimildarmynd um meint ofbeldi föður hennar, Leaving Neverland. 

„Það er ekkert sem ég get sagt sem hefur ekki verið sagt þegar kemur að málsvörn,“ skrifaði hin tvítuga Jackson eftir að fylgjandi hennar á Twitter taldi fjallað mikið um hana í fjölmiðlum þar sem hún ætti enn eftir að segja sína skoðun. 

Í sama tísti sagði Paris Jackson Taj Jackson standa sig vel í að verja föður hennar. „Ég styð hann. En það er ekki mitt hlutverk,“ sagði Jackson og átti þar með að hennar hlutverk væri ekki að verja föður sinn. Hennar hlutverk væri að fá fólk til þess að slaka á, vera umburðarlynt og hugsa um heildarmyndina. 

Taj Jackson er frændi Paris Jackson og hefur hann farið fyrir fjölmiðlaherferð og er samkvæmt BBC að reyna að fjármagna heimildarmynd sem á að vera mótsvar við mynd HBO um þá Michael Jackson, Wade Robson og James Safechuck. 

Micheal Jackson.
Micheal Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is