Twiggy 69 ára og eiturhress

Twiggy var hress í höllinni.
Twiggy var hress í höllinni. mbl.is/AFP

Breska ofurfyrirsætan Twiggy eða Lesley Lawson eins og hún heitir réttu nafni var heiðruð í Buckingham-höll í vikunni yrir störf sín á sviði tísku, lista og góðgerðarmála. Veitti Karl Bretaprins henni orðu og heiðursnafnbót í höllinni. Twiggy sem verður sjötug seinna á árinu var eiturhress en fjölskyldan hennar fylgdi henni í höllina. 

Twiggy mætti í buxnadragt og flatbotnaskóm og hefur greinilega engu gleymt þegar kemur að tísku. Með henni var eiginmaður hennar Leigh Lawson og dóttir hennar, Carly, ásamt syni Lawson, Jason. 

Dóttir Twiggy, Carly, Twiggy, eiginmaðurinn Leigh og sonurinn Leigh Jason.
Dóttir Twiggy, Carly, Twiggy, eiginmaðurinn Leigh og sonurinn Leigh Jason. mbl.is/AFP
Twiggy ásamt eiginmanni sínum Leigh.
Twiggy ásamt eiginmanni sínum Leigh. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt lífið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú þarft fyrr eða síðar að horfast í augu við staðreyndir. Góðar fréttir frá fjarlægum slóðum gætu létt lífið.