Hress með kærastanum eftir erfiða helgi

Paris Jackson ásamt kærasta sínum, Gabriel Glenn.
Paris Jackson ásamt kærasta sínum, Gabriel Glenn. mbl.is/AFP

Síðustu vikur hafa ekki verið auðveldar fyrir Par­is Jackson enda augu heimsins á föður hennar, Michael Jackson, eftir að heimildarmyndin Leaving Neverland kom út. Hin tvítuga fyrirsæta lét það ekki á sig fá og mætti á frumsýningu í Hollywood í gær, þriðjudag. 

Verið var að frumsýna myndina The Dirt og mætti Jackson með kærasta sínum, tónlistarmanninum Gabriel Glenn. Sagan segir sögu Mötley Crüe en það var sjálfur Tommy Lee sem bauð Paris Jackson. 

ET greinir frá því að lögreglan hafi staðfest að hringt hafi verið í sjúkrabíl vegna sjálfsvígstilraunar í kringum heimili Paris Jackson á laugardagsmorgun. Slökkviliðið í Los Angeles staðfesti svo að hafa flutt sjúkling á spítala. Heimildarmaður tengdur fyrirsætunni sagði hana hafa slasað sig heima hjá sér á laugardagsmorgun. Þurfti hún á læknishjálp að halda og dvaldi stutt á spítala. Jackson var mynduð seinna um daginn úti með kærasta sínum. 

Paris Jackson.
Paris Jackson. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson