Segir Whoopi vera með stjórnunaráráttu

McCarthy fer ekki fögrum orðum um fyrrverandi samstarfskonu sína í ...
McCarthy fer ekki fögrum orðum um fyrrverandi samstarfskonu sína í bókinni. Instagram

Bandaríska fjölmiðlakonan Jenny McCarthy segir í nýrri bók sinni, The Ladies Who Punch Back: The Explosive Inside Story of The View, að leikkonan Whoopi Goldberg sé með stjórnunaráráttu. Hún fer ekki fögrum orðum um Goldberg í bókinni en þær unnu saman í spjallþáttunum The View á árunum 2004-2014. Bókin kemur út 2. apríl en Vulure birti kafla úr henni í vikunni. 

McCarthy segist hafa verið spennt að vinna með Goldberg þegar hún byrjaði að koma fram í þáttunum. Hún hélt að hún væri skemmtileg og góð eins og hún birtist á sjónvarpsskjánum. Annað hafi hins vegar komið á daginn. 

„Eins og ég kynntist henni var Whoopi háð því að stjórna hverju fólk hugsaði, hvað fólk sagði, öllu herberginu, borðinu, og skapi þínu og tilfinningum þínum. Hún var háð því að stjórna öllu og öllum,“ segir McCarthy. 

Whoopi Goldberg er samkvæmt McCarthy með stjórnunaráráttu.
Whoopi Goldberg er samkvæmt McCarthy með stjórnunaráráttu. AFP
mbl.is