Dóttir Cruise opnar sig um Vísindakirkjuna

Nicole Kidman og Tom Cruise eiga tvö ættleidd börn saman.
Nicole Kidman og Tom Cruise eiga tvö ættleidd börn saman. mbl.is/REUTERS

Isabella Cruise, dóttir Tom Cruise og Nicole Kidman, opnar sig um Vísindakirkjuna í bréfi sem sent var til safnaðarins á dögunum. Lýsir Isabella sem er 26 ára upplifun sinni af sérstakri þjálfun í Vísindakirkjunni þar sem hún lærði að hjálpa öðrum í söfnuðinum með sjálfsskoðun að hætti kirkjunnar er People greinir frá. 

Leikarahjónin fyrrverandi Tom Cruise og Nicole Kidman áttu tvö ættleidd börn saman áður en þau skildu árið 2001. Bæði börnin eru sögð í Vísindakirkjunni en leikarinn átti það til að tala mikið um kirkjuna á tímabili. Börnin eru þó ekki vön að tala jafn opinskátt um Vísindakirkjuna sem er afar umdeild. 

Isabella Cruise býr á Englandi með eiginmanni sínum og fór þjálfunin fram á vegum safnaðarins í London. Lýsir hún þjálfuninni sem einhverju sem hún þurfti akkúrat á að halda auk þess sem hún þakkar föður sínum fyrir allt saman eins og hún orðar það og systur leikarans. Er fjölskylda hennar ástæðan fyrir því að hún sé komin á þann stað sem hún er í dag. 

„Við þurfum öll að gera þetta. Þetta mikil vinna. Þetta krefst mikils,“ segir hún og að öll hálfgerðu taugaáföllin sem fylgi þessu séu þess virði í lokin þar sem fólk kemst í gegnum þetta. 

Mikill andstæðingur Vísindakirkjunnar, Tony Ortega, greindi fyrst frá pistli dóttur Cruise á bloggsíðu sinni. 

Þessi mynd var tekin árið 2009. Hérna situr Isabella Cruise …
Þessi mynd var tekin árið 2009. Hérna situr Isabella Cruise við hliðina á föður sínum, Tom Cruise. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þetta er ekki besti tíminn til að sýna frumkvæði í vinnunni. Vertu víðsýnn og gefðu skoðunum annarra gaum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Lucinda Riley og Lucinda Riely
3
Eppu Nuotio
4
Sofie Sarenbrant
5
Birgitta H. Halldórsdóttir