Aldrei séð jafnmarga á svæðinu

Todmobile í hörkustuði á hátíðinni í gærkvöldi.
Todmobile í hörkustuði á hátíðinni í gærkvöldi. Ljósmynd/Ásgeir Helgi

„Þetta var draumi líkast,“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður, um gærkvöldið.

Hann telur að aldrei hafi fleiri verið á svæðinu frá því að byrjað var að halda hátíðina á núverandi stað fyrir fimm árum síðan. Stemningin hafi náð hámarki um tíuleytið þegar Herra hnetusmjör og Jói Pé & Króli voru á sviðinu.

„Það er bara æðislegt fyrir okkur sem erum með fimmtán ára hátíð í farteskinu að við séum ekki dottin úr tísku,“ segir Kristján Freyr.

Tóku ofan fyrir Þormóði

Hann bætir við að í gærkvöldi hafi verið tekið ofan fyrir heimamanninum Þormóði Eiríkssyni, sem er lagasmiður og hefur starfað með Herra hnetusmjöri og Jóa Pé & Króla, enda sé hann „snillingur“. „Það er gaman að geta aðeins þakkað honum fyrir.“

Flytjendur á borð við Svölu og Mammút stíga á svið í kvöld og Jónas Sig lokar svo hátíðinni. Að sögn Kristjáns Freys er einnig mikil eftirvænting eftir tónleikum Ísfirðingsins Salóme Katrínar sem þykir afar efnileg. Með henni á sviðinu verða meðlimir úr hljómsveitinni Moses Hightower.

Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður.
Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. mbl.is/Hallur Már

Lögreglan heimilisleg

Rokkstjórinn segir hátíðina hafa farið vel fram og að takturinn sé góður bæði í gestunum og lögreglunni. „Ég er ánægður með lögregluyfirvöld. Þau eru heimilisleg í öllu, labba og spjalla við gestina. Þannig nákvæmlega viljum við hafa það enda er þetta fjölskylduhátíð.“

Lögreglan á Vestfjörðum var sammála því í samtali við blaðamann í morgun að hátíðin hefði farið vel fram til þessa og allt hafi gengið áfallalaust fyrir sig í gærkvöldi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes