Murray sér ekki sólina fyrir Gomez

Þau Selena Gomez og Bill Murray hafa verið miklir félagar …
Þau Selena Gomez og Bill Murray hafa verið miklir félagar við kynningu á kvikmyndinni. AFP

Leikarinn Bill Murray segir að mótleikkona hans, Selena Gomez, hafi komið honum skemmtilega á óvart. Þau Murray og Gomez leika saman í kvikmyndinni The Dead Don't Die og hafa myndað einstakt vinasamband. 

Murray þekkti ekki til Gomez áður en þau byrjuðu að vinna saman, en hann segist ekki hafa haft mikla trú á manneskju sem er með 55 milljónir fylgjenda á „einhverju“ eins og hann orðaði það. Núna segist hann vera einstaklega hrifinn af Gomez og ef móðir hans væri á lífi myndi hann kynna Gomez fyrir henni.

Rétt er að Gomez er með 152 milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlinum Instagram.

Gomez og Murray eru hinir mestu mátar.
Gomez og Murray eru hinir mestu mátar. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú dregur að þér athygli sem er þér ekki að skapi. Þú stendur með pálmann í höndunum eftir prófin. Þú færð fljótalega atvinnuviðtal.