Chernobyl stærri en GoT

Vinsældir Chernobyl eru miklar.
Vinsældir Chernobyl eru miklar. AFP

Þættirnir Chernobyl hafa tekið fram úr Game of Thrones hjá sjónvarpsstöðinni og streymisveitunni HBO samkvæmt heimildum Deadline. Hingað til hafði áhorf á Game of Thrones verið það mesta í sögu HBO en nú hafa Chernobyl tekið fram úr en 52% áskrifenda að HBO hafa horft á þættina í gegnum streymisveituna. 

Samanborið við Game of Thrones streymdu 46% áskrifenda þáttunum hjá HBO þegar best lét. Vinsældir Chernobyl eru því gríðarlega miklar en smáserían fjallar um kjarnorkusprenginguna í Chernobyl í Úkraínu árið 1986. 

Vinsældir þáttanna hafa ýmislegt í för með sér en ferðamönnum á svæðinu hefur fjölgað um 40% í maí. Þá hefur ferðamennskan einnig haft í för með sér að svokallaðir áhrifavaldar á samfélagsmiðlum birta myndir af sér í Pripyat, sem höfundum þáttanna þykir heldur ónærgætið.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Vertu óhræddur við að bera upp þær spurningar, sem þér liggja á hjarta. Haltu áfram á sömu braut því þú munt verða stolt/ur af þeim árangri sem þú nærð.