Thorne baunar á Whoopi

Bella Thorne birti nektarmyndir af sér.
Bella Thorne birti nektarmyndir af sér. AFP

Leikkonan og rithöfundurinn Bella Thorne svaraði leikkonunni og þáttastjórnandanum Whoopi í Goldberg í gær og sagði hana vera að hella olíu á eldinn í viðkvæmu máli.

Forsagan að málinu er sú að Thorne birti nektarmyndir af sér rétt fyrir helgi en tölvuhakkari hafði hótað henni að leka þeim. Thorne ákvað að birta þær sjálf svo hakkarinn hefði ekkert í höndunum til að hóta henni með.

Goldberg fjallaði svo um málið í spjallþættinum The View eftir helgina og sagði það vera mjög óábyrgt af Thorne að taka nektarmyndir af sér og deila þeim áfram. Hún sagði það vera heimskulegt af frægum konum að taka nektarmyndir af sér og að það geri þær að skotmörkum fyrir tölvuhakkara.

Thorne var eðlilega mjög sár í kjölfar ummæla Goldberg og segir hana druslusmána sig. Hún segist hafa ætlað að koma í spjallþáttinn en hafi nú ekki áhuga á að láta eldri konur skamma sig. 

Hún segist vera móðguð fyrir hönd allra þeirra kvenna sem hafa orðið fyrir barðinu á hefndarklámi og nefndi nafn leikkonunnar Jennifer Lawrence.

Whoopi Goldberg.
Whoopi Goldberg. Jamie McCarthy
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Samræður við stjórnendur, foreldra og yfirboðara eru beinskeyttar og ákafar í dag. Alls kyns spennandi tækifæri til vaxtar eru fyrir hendi núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Ragnar Jónasson
3
Sólveig Pálsdóttir
4
Moa Herngren
5
Jojo Moyes