Zdar látinn

Tvíeykið Cassius, Hubert Boombass og Philippe Zdar.
Tvíeykið Cassius, Hubert Boombass og Philippe Zdar. AFP

Franski plötusnúðurinn og upptökustjórinn Philippe Cerboneschi er látinn eftir að hafa fallið út um glugga á háhýsi í París. Cerboneschi, stjarna tvíeykisins Cassius, var fimmtugur að aldri.

Að sögn umboðsmanns Cerboneschi, Sebastian Farran, varð slysið í gærkvöldi.

Cerboneschi, sem er þekktur undir heitinu  Zdar, stofnaði Cassius 1996 ásamt félaga sínum Hubert Blanc-Francard, eða „Boom Bass“.

Mynd af Philippe Zdar á Cohella tónlistarhátíðinni árið 2010.
Mynd af Philippe Zdar á Cohella tónlistarhátíðinni árið 2010. AFP

Tvíeykið var afar þekkt í franska raftónlistarheiminum og var fyrsta plata þeirra, 1999, afar vinsæl. Þeir kynntust nokkrum árum fyrr en þá starfaði Zdar sem hljóðmaður hjá ýmsum þekktum tónlistarmönnum eins og Sergé Gainsbourg og var í dúettinum Motorbass með Etienne de Crecy.

Cassius gaf út fjórar hljóðversplötur, Au reve árið 2002, 15 Again árið 2006 og Ibifornia árið 2016.

Cassius var hluti af nýrri bylgju í franskri danstónlist um aldamótin auk sveita eins og Daft Punk og Air.

Cerboneschi var þekktur fyrir lífsgleði og hafa margir minnst hans í dag eftir að tilkynnt var um andlát hans. Hann lýsti eitt sinn lífspeki sinni sem upptökustjóri í viðtali við Fader tímaritið. „Sumt fólk vill fara á topp K2 og fara þangað með þyrlu. En ég er fjallgöngumaðurinn. Ég mun aldrei sætta mig við að hlusta á plötu án þess að hafa fínpússað öll smáatriði. Þetta er að vera handverksmaður.“

Frétt BBC

Frétt Guardian

Frétt Le Monde

Frétt Le Parisien


 

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson