Ætlar ekki að birta neitt á Instagram í ár

Olivia Jade var í samstarfi með nokkrum fyrirtækjum, en þau …
Olivia Jade var í samstarfi með nokkrum fyrirtækjum, en þau slitu samstarfinu í kjölfar háskólasvindlsins svokallaða. skjáskot/Instagram

Dóttir leikkonunnar Lori Loughlin, Olivia Jade Giannulli, ætlar ekki að birta neitt á Instagram í eitt ár. Olivia Jade var í óða önn að byggja upp ímynd sína á samfélagsmiðlum þegar upp komst um háskólasvindlið svokallaða.

Foreldrar Oliviu Jade, Lori Loughlin og Mossimo Giannulli, eru ákærðir fyrir að hafa svindlað dætrum sínum tveimur inn í háskóla. Þá varð draumur Oliviu um að verða áhrifavaldur úti, en mörg fyrirtæki slitu samstarfi sínu við hana.

Vinkona Oliviu sagði í myndbandi á YouTube að hún talaði um það opinberlega við alla vini sína að hún ætlaði ekki að birta neitt á Instagram fyrr en eftir ár. Hún hefur staðið við markmið sitt hingað til og hefur ekki birt neitt síðan í 1. mars. Hún er með 1,4 milljónir fylgjenda á Instagram.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þér sýnist erfitt að láta alla hluti falla á sinn stað, er það engu að síður mögulegt. Gakktu í smiðju til annarra ef þig skortir hugmyndir.