Jay-Z selur gras löglega

Jay-Z er kominn með nýja vinnu.
Jay-Z er kominn með nýja vinnu. AFP

Rapparinn Jay-Z er kominn með nýja vinnu við að selja kannabis löglega samkvæmt Rolling Stone. Hann var ráðinn til starfa hjá kannabisfyrirtækinu Caliva sem ráðgjafi yfir vörumerkjadeildinni. 

Jay-Z mun aðstoða fyrirtækið við að taka skapandi ákvarðanir en eitt helsta hlutverk hans hjá fyrirtækinu verður að vinna í samfélagslegum málefnum sem tengjast lögleiðingu kannabis í Bandaríkjunum. 

„Ég vil að allt sem ég tek mér fyrir hendur sé gert rétt. Kannabisiðnaðurinn býður upp á marga möguleika og sérþekking og hugmyndafræði Caliva gerir þau að góðum samstarfsaðila fyrir mig. Við viljum búa til eitthvað magnað, skemmta okkur á meðan og gera góða hluti og hrífa fólk með okkur,“ sagði rapparinn i tilkynningu.

Jay-Z hafði samband við Caliva að fyrra bragði eftir langa leit að samstarfsaðila í kannabisiðnaðinum. „Við erum þakklát fyrir að Jay-Z hafi viljað koma í samstarf með Caliva og staðfestir það fyrir okkur að við erum eitt besta nafnið í kannabisiðnaðinum í dag,“ sagði Dennis O'Malley, framkvæmdarstjóri Caliva, í tilkynningu frá fyrirtækinu.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.