One Direction-stjarna situr fyrir nakin

Liam Payne.
Liam Payne. mbl.is/AFP

Tónlistarmaðurinn Liam Payne, fyrrverandi liðsmaður hljómsveitarinnar One Direction, sat nakinn fyrir ljósmyndarann Mert Alas. Alas birti myndina á Instagram í gær, en á henni situr Payne í stól Alas. Myndin er mjög lík ljósmynd úr safni Alas af fyrirsætunni Kate Moss, þar sem hún situr einnig nakin í stól Alas.

Hinn 25 ára gamli Payne hefur reynt fyrir sér sjálfur í tónlistarheiminum eftir að hljómsveitin One Direction lagði upp laupana árið 2016. Payne var í sambandi með söngkonunni Cheryl á árunum 2016-2018 og eiga þau soninn Bear saman.

View this post on Instagram

get of my chair @liampayne 😀 #berlin #comingsoon

A post shared by Mert Alas (@mertalas) on Jul 10, 2019 at 8:01am PDTmbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert svo sjálfstæður að stundum manstu ekki eftir því að biðja um hjálp. Reyndu að minna þig á forgengileika hlutanna.