Bieber lét draum Eilish rætast

Billie Eilish er og var mikill aðdáandi Justin Bieber.
Billie Eilish er og var mikill aðdáandi Justin Bieber. skjáskot/Instagram

Draumar hinnar 17 ára gömlu Billie Eilish rættust á dögunum þegar hún vann að lagi með kanadíska tónlistarmanninum Justin Bieber. Eilish og Bieber gáfu út nýja útgáfu af vinsælu lagi Eilish, Bad Guy og kom að á Spotify í gærkvöldi. 

Eilish hefur ekki farið leynt með ást sína á tónlistarmanninum síðan hún kom fram í sviðsljósið. Hún birti gamla mynd af sér í tilefni útgáfu lagsins þar sem má sjá að hún hefur sett fjölda plakata af tónlistarmanninum upp á vegg. 

Eilish er fædd árið 2002 og sleit því barnsskónum þegar Justin Bieber var að skjótast upp á stjörnuhimininn. Hann var gríðarlega vinsæll á árunum 2009-2014 og þá sérstaklega á meðal unglingsstúlkna. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi að bugast þótt allir hlutir gangi ekki upp. Sýndu dirfsku og skelltu þér á námskeið í einhverju sem þú hefur aldrei gert.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er óþarfi að bugast þótt allir hlutir gangi ekki upp. Sýndu dirfsku og skelltu þér á námskeið í einhverju sem þú hefur aldrei gert.