Gift manni en laðast enn að konum

Miley Cyrus er í nútímalegu hjónabandi.
Miley Cyrus er í nútímalegu hjónabandi. mbl.is/AFP

Söngkonan Miley Cyrus tjáir sig um nútímalegt hjónaband sitt í nýju viðtali við Elle. Cyrus gekk í hjónaband með leikaranum Liam Hemsworth um síðustu jól eftir langt en óstöðugt samband. Hún segist ekki ætla að skella á sig svuntu þótt hún sé gift og er heldur ekki hætt að hrífast af konum. 

Cyrus sem er 26 ára telur að fólki finnist það ruglingslegt að hún sé gift. Hún segir þó samband sitt vera einstakt. „Og ég er ekki viss um að ég myndi nokkurn tímann leyfa fólki að kynnast því af því það er flókið, nútímalegt og ég veit ekki hvort fólk myndi skilja það.“

Cyrus hefur skilgreint sig sem pankynhneigða en það er einstaklingur sem laðast að fólki óháð kyni. Hún segir ekkert hafa breyst þótt hún sé nú gift manni. 

„Ég er í gagnkynhneigðu sambandi en ég laðast enn kynferðislega að konum. Fólk gerist grænmetisætur heilsu sinnar vegna en beikon er samt ógeðslega gott og ég veit það. Ég tók ákvörðun um lífsfélaga. Þetta er manneskjan sem sýnir mér sem mestan stuðning. Ég passa klárlega ekki inn í staðlaðar hugmyndir um hlutverk eiginkonunnar. Ég kann ekki einu sinni við orðið.“

Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru hjón.
Miley Cyrus og Liam Hemsworth eru hjón. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert í góðu jafnvægi andlega sem líkamlega og mátt ekki láta neitt verða til að trufla það. Gættu að hvað þú segir.