Voru rúmlega fimm ár að klára lagið

Hljómsveitin Hjaltalín er að leggja lokahönd á nýja plötu.
Hljómsveitin Hjaltalín er að leggja lokahönd á nýja plötu. mbl.is/Rósa Braga

Hljómsveitin Hjaltalín hefur gefið út nýtt lag, Love From 99. Lagið er líklega poppaðasta lag sveitarinnar í mörg ár segir í fréttatilkynningu frá hljómsveitinni. Lagið varð upprunalega til sem demó í lifandi flutningi hljómsveitarinnar í stúdíó Kolgeit, snemma á árinu 2014. Eftir langt ferli er lagið nú tilbúið rúmlega fimm árum seinna og fóru tökur fram á þremur mismunandi stöðum. 

„Love from '99 er ljúfsár óður til fortíðarinnar, þar sem minningar kalla á þrá eftir framtíð sem varð ekki. Nú eru liðin 20 ár og hlutirnir fóru ekki eins og þeir áttu að fara, en hverjum er ekki sama? Með partýið að vopni getur maður haldið áfram og hlegið að þessum gömlu upplifunum sem samt ristu svo djúpt.“

Lagið er á nýrri plötu Hjaltalín rétt eins og lagið Baronesse sem kom út í byrjun árs. Upptökum er nú lokið og platan komin í hljóðblöndun. Í byrjun árs tilkynnti Hjaltalín einnig um tónleika í Eldborg, 7. september, en tónleikarnir verða þeir stærstu á ferli sveitarinnar. Miðasala hefur gengið framar vonum og því hefur verið ákveðið að bæta við tónleikum föstudaginn 6. september. Miðasala hófst á þá tónleika í dag. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn til þess að eyða í hópi góðra vina og njóta þess að slappa af. Fólk er umfram allt mannlegt og þú getur ekki búist við að það geri of mikið.