Stjörnur á einkaþotum á loftlagsráðstefnu

Ríka og fræga fólkið eru engar fyrirmyndir að mati margra …
Ríka og fræga fólkið eru engar fyrirmyndir að mati margra þrátt fyrir að þau hafi tekið þátt í loftslagsráðstefnu. Samsett mynd

Loftlagsráðstefna á vegum Google var haldin á Sikiley á dögunum. Erlendir blaðamenn og Twitter-notendur hafa verið duglegir að hneyklast á ráðstefnunni og kalla hana hræsni að því fram kemur á vef Page Six. 

Fram hefur komið að 114 einkaþotur hafi lent á flugvelli í Palermo á meðan ráðstefnan fór fram. Á meðal þeirra sem var boðið á ráðstefnuna eru stjórnur á borð við Leonardo DiCaprio, Katy Perry, Orlando Bloom, Harry Styles, Harry Bretaprins og annað ofurríkt fólk með aðgang að einkaþotum, þyrlum og snekkjum. 

Engar myndir af ráðstefnunni hafa verið birtar á samfélagsmiðlum en stjörnur á borð við Katy Perry og Harry Styles voru þó myndaðar á miðvikudaginn koma á lúxuskerrum á hátíðarkvöldverð sem fram fór í dal hofanna á Sikiley þar sem Coldplay kom fram. 

Á vef Daily Mail er því haldið fram að Harry Bretaprins hafi haldið ræðu berfættur um loftlagsbreytingar. Er hann jafnframt sagður hafa flogið til Sikileyjar með einkaþotu. Buckingham-höll hefur ekki viljað tjá sig um hvort að prinsinn hafi flogið með einkaþotu til ítölsku eyjunnar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson