Tjáir sig um skilnaðinn

Liam Hemsworth.
Liam Hemsworth. mbl.is/AFP

Talsmaður Miley Cyrus greindi frá því um helgina að Cyrus og eiginmaður hennar, leikarinn Liam Hemsworth, væru hætt saman eftir rúmlega sjö mánaða langt hjónaband. Cyrus virðist hafa það aðeins betra en Hemsworth sem var ekki glaður þegar hann talaði við blaðamann Daily Mail í Ástralíu í dag, mánudag. 

Hemsworth er með eldri bróður sínum, Thor-leikaranum Chris Hemsworth, í strandhúsi Hemsworth eldri. Voru þeir að fá sér ís saman þegar blaðamaðurinn náði nokkrum setningum út úr hinum nýlega einhleypa Hemsworth. 

„Þú skilur ekki hvernig það er,“ sagði Hemsworth við blaðamanninn þegar hann var spurður út í skilnaðinn en vildi ekki segja meira. „Ég vil ekki tala um þetta maður,“ sagði leikarinn. 

Liam Hemsworth og Miley Cyrus.
Liam Hemsworth og Miley Cyrus. mbl.is/AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú hefur skilað góðu verki og átt skilið að njóta góðra stunda af því tilefni. Vondu fréttirnar eru hins vegar þær að þú þarft að standa fyrir máli þínu.