Ætlar ekki í stríð við deyjandi mann

Larry King er 85 ára.
Larry King er 85 ára. AFP

Shawn Southwick King, eiginkona spjallþáttastjórnandans Larry King, segist ekki ætla að fara í stríð við King út af skilnaðinum þar sem læknar sögðu henni að hann ætti stutt eftir. Hinn 85 ára gamli Larry sótti um skilnað við Shawn nýlega eftir 22 ára hjónaband. 

Larry veiktist fyrr á árinu og þurfti að leggjast inn. Hann hefur ekki náð sér síðan og hefur verið inn og út af spítalanum síðan þá. Heimildarmaður TMZ segir að læknar Larry hafi sagt Shawn að hann væri á dánarbeðinum.

Larry er sagður hafa sótt um skilnaðinn eftir að Shawn ræddi erfðaskrá hans við hann. Þá komu börn Larry til hans og báðu hann um að skilja við Shawn áður en það væri of seint.

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.