Frelsar geirvörturnar í brúðkaupsferðinni

Heidi Klum er gift kona.
Heidi Klum er gift kona. mbl.is/AFP

Ofurfyrirsætan Heidi Klum og eiginmaður hennar, gítarleikarinn Tom Kaulitz, slaka nú á í brúðkaupsferð eftir brúðkaupsveislu sína á Ítalíu í ágúst. Klum er þekkt fyrir að vera dugleg að sýna hold hvar sem hún er og líður greinilega vel ber að ofan í fríinu. 

Klum birti mynd af sér á dögunum á Instagram þar sem hún gerði tilraun til þess að frelsa geirvörturnar í brúðkaupsferðinni. Klum og Kaulitz hafa verið á snekkju við eyjuna Capri og var Klum á snekkjunni þegar hún leyfði handklæðinu að leka aðeins niður. Má sjá glitta í báðar geirvörturnar á myndinni. 

Klum skrifar við myndina að það eina sem hún sjái er vatn og merkir ekki myllumerkið #Freethenipple við myndina. 

View this post on Instagram

All I see is 💦💧WATER💧💦💧 ⛵️⚓️💦💧🌈🥰❤️

A post shared by Heidi Klum (@heidiklum) on Aug 18, 2019 at 3:05am PDT

Heidi Klum birti þessa mynd af sér á handklæðinu á …
Heidi Klum birti þessa mynd af sér á handklæðinu á Instagram. Skjáskot/Instagram
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Finndu leið til að koma hugmyndum þínum á framfæri þannig að enginn misskilningur standi þeim í vegi. Dropinn holar bergið og einn góðan veðurdag fjölgar áhangendunum.