„Aðdáendurnir alveg að fara að drepa mig“

Rihanna.
Rihanna. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan og tískuhönnuðurinn Rihanna segist ekki hafa neinn tíma til að koma fram í hálfleik Ofurskálarinnar þar sem hún þurfi að klára plötu svo aðdáendur hennar hálshöggvi hana ekki. 

Rihanna hefur haft í mörgu að snúast síðustu ár, og þá ekki á tónlistarsviðinu. Hún hefur framleitt snyrtivörur og nærföt og opnaði sitt eigið tískuhús í París fyrr á árinu. 

Tónlistarkonan hefur gefið út átta plötur á ferli sínum og kom sú síðasta, Anti, út árið 2016. Það eru því þrjú ár síðan aðdáendur hennar fengu að heyra frá henni og margir farnir að ókyrrast. 

Hún gat þó ekki lofað því að ný plata væri handan við hornið. „Hvað sem ég geri verður það sjálfsöruggt, sama hvort það verður plata, ilmvatn, nærföt, snyrtivörur eða tíska. Þið verðið bara öll að bíða. Navy, ég biðst afsökunar,“ sagði Rihanna í viðtali við People.

Rihanna hlaut sín fyrstu Grammy-verðlaun árið 2008 fyrir lagið Umbrella. Síðan þá hefur hún unnið til margra verðlauna, átta Grammy-verðlauna til viðbótar, BRIT-verðlauna og Billboard-verðlauna.

Rihanna hélt sitt árlega demantsball í fimmta skipti í gærkvöldi. Þar mætti hún í sínu fínasta pússi ásamt nokkrum þekktum nöfnum á borð við Cardi B, Offset, Karlie Kloss, Pharrel Williams, A$AP Rocky og forsætisráðherra Barbados-eyja Miu Mottley.

Rihanna mætti í sínu fínasta pússi.
Rihanna mætti í sínu fínasta pússi. mbl.is/AFP
Cardi B mætti eins og rjómabolla.
Cardi B mætti eins og rjómabolla. mbl.is/AFP
A$AP Rocky.
A$AP Rocky. mbl.is/AFP
Forsætisráðherra Barbados-eyja Mia Mottley.
Forsætisráðherra Barbados-eyja Mia Mottley. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson