Skjáskot Bergs Ebba myndskreytt

Bergir Ebbi Benediktsson gaf út bókina Skjáskot nú á dögunum. Hann segir bókina vera einskonar langa röksemd eða hugleiðingu um stöðu manneskjunnar gagnvart tækninni.

„Ég er að fjalla þarna um fjórðu iðnbyltinguna, gervigreind og hvernig tölvur gera fólk snjallt en ekki endilega sátt. En þó að umfjöllunarefnin séu alvarleg þá reyni ég að ná eins auðskiljanlegum vinkli á málin og mögulegt er, en vissulega er mikið myrkur í þessu,“ segir Bergur Ebbi. 

Auk bókarinnar gaf hann út myndband til að myndskreyta bókina. Myndbandið, sem er skreytt áhrifamikilli tónlist Daða Birgissonar, er viljandi án tals og skýringa. „En það fjallar um þessa óskiljanlegu þrá manneskjunnar til að leita alltaf dýpra og koma sér í ástand paranoju og kvíða í þrá sinni eftir sannleika,“ segir Bergur. 

Eina af niðurstöðum bókarinnar segir Bergur vera að sama hversu mjög fólk reyni að komast undan áhrifum skipulagðra trúarbragða og kredduhugsunar, þá virðist manneskjan alltaf stjórnast fyrst og fremst af forritun og táknum. „Það þarf ekkert endilega að vera neikvætt. Við erum fegurðarverur og við stjórnumst af hefðum, siðum og táknum. Ég reyni í bókinni að kafa aðeins dýpra í þetta og fer þarna í rannsókn á uppruna upplýsingatækninnar. Ég hef lengi verið áhugamaður um efni sem varða fyrstu tölvurnar og fyrstu stafrænu boðskiptin, en flestir frumkvöðlar þessarar tækni eru reyndar þegar horfnir af braut enda voru fyrstu skrefin stigin um miðja síðustu öld,“ segir Bergur. 

Leikstjórn: Magnús Leifsson

Kvikmyndataka: Þór Elíasson

Klipping: Guðlaugur Andri Eyþórsson

Litavinnsla:  Bjarki Guðjónsson/Trickshot

Aðstoðartökumaður: Guðjón Hrafn Guðmundsson og Haukur Karlsson

Ljós: Dagur Benedikt Reynisson

Tæki: KUKL

Tónlist og hljóðfæraleikur: Daði Birgisson

Hljóðblöndun: Daði Birgisson

Hljómjöfnun: Sigurdór Guðmundsson/Skonrokk Studios

Aðstoð við framleiðslu: Brynjar Björn Ingvarsson

Fram komu: Bergur Ebbi, Halldór Halldórsson, Ísak Hinriksson, Jakob Birgisson, Sólveig María Gunnarsdóttir, Þórunn Dís Hafberg Steinarsdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú veist ekki hversu miklu þú kemur í verk ef þú bara hefst handa. Þú hefur aldrei farið troðnar slóðir og ættir ekkert að vera að byrja á því núna.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Lone Theils
2
Anna Sundbeck Klav
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Kristina Ohlsson