Segist ekki eiga í ástarsambandi við Cooper

Bradley Cooper og Laura Dern eru bara vinir.
Bradley Cooper og Laura Dern eru bara vinir. Samsett mynd

Leikkonan Laura Dern segist ekki eiga í ástarsambandi við leikarann Bradley Cooper en þau sáust snæða hádegismat í New York í sumar. Us Weekly náði tali af Dern þar sem hún sagði þau bara vera vini. 

„Við erum æðislegir vinir. Við erum svo heppin. Og við erum fjölskylda,“ sagði hin 52 ára gamla Dern um Cooper sem er 44 ára. 

Dern finnst ekkert undarlegt að fólk velti því fyrir sér hvort Cooper sé að hitta einhverja konu þar sem hún lýsir honum sem frábærri mannveru. „Svo ég álasa ekki fólki fyrir að vera mjög forvitið um líf hans þar sem hann er stórbrotinn.“

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.