Aniston rústaði Meghan og Harry

Jennifer Aniston gerir allt vitlaust á Instagram.
Jennifer Aniston gerir allt vitlaust á Instagram. AFP

Jennifer Aniston kom sá og sigraði á Instagram í vikunni. Hún var fljótari en Sussex-hjónin Meghan og Harry að fá eina milljón fylgjenda, en það tók hana aðeins 5 klukkustundir og 16 mínútur. 

Það tók Meghan og Harry hins vegar 5 klukkustundir og 45 mínútur að fá eina milljón fylgjenda. Sussex-hjónin slógu heimsmet nú í apríl þegar þau skráðu sig á Instagram en nú er ljóst að Aniston hefur slegið það met. 

Á 24 klukkustundum fylgdu 8,6 milljónir manns Aniston á Instagram, þegar þetta er skrifað er hún komin með 11,7 milljónir fylgjenda. Það er þó ljóst að enn á eftir að bætast við. Meghan og Harry eru með 9,7 milljónir fylgjenda þegar þetta er skrifað. 

Vinsældir Aniston á forritinu voru svo miklar að reikningurinn hennar datt út tímabundið og baðst hún afsökunar á því í annarri færslu sinni. 

View this post on Instagram

I swear I didn’t mean to break it... Thank you guys for the kind, glitchy welcome ❤️

A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Oct 16, 2019 at 2:39pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er alltaf gaman að geta komið öðrum á óvart, láttu það eftir þér. Vertu óhrædd/ur við að koma hugmyndum þínum á framfæri í vinnunni.