Katrín og Vilhjálmur í þrumuveðri

Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore …
Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP

Hertogahjónin af Cambridge; Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, komust í hann krappan á ferðalagi sínu um Pakistan í gær þegar þrumuveður olli því að einkaflugvél þeirra gat ekki  tekið á loft. 

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi …
Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP

Til stóð að þau færu frá borginni Lahore til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, en þurftu frá að hverfa eftir að flugmaður vélar þeirra hafði hringsólað yfir flugvellinum í Islamabad án þess að geta lent vegna veðurofsa. Þau þurftu því að gista aukanótt í Lahore en fóru til Islamabad snemma í morgun.

Katrín spreytti sig á krikketkylfu í heimsókninni.
Katrín spreytti sig á krikketkylfu í heimsókninni. AFP

Vegna þessa þurftu þau að hætta við að fara í Khyber Pass fjallaskarðið í norðvesturhluta Pakistans, sem er á landamærunum að Afganistan.

Katrín, hertogaynja af Cambridge í heimsókn í Badshahi moskunni.
Katrín, hertogaynja af Cambridge í heimsókn í Badshahi moskunni. AFP

Heimsókn hjónanna þykir hafa heppnast einkar vel og hefur þeim verið vel tekið á ferðalagi sínu. Í gær léku þau krikket, heimsóttu heimili fyrir munaðarlaus börn og sjúkrahús fyrir krabbameinssjúka. Þá fóru þau í Badshahi moskuna, sem er ein af þeim stærri í heiminum. Pakistan er næststærsta landið í Breska samveldinu og er tilgangur heimsóknarinnar meðal annars að styrkja tengslin við landið. Heimsókninni lýkur í dag.

Meðal þeirra staða sem hjónin heimsóttu var Bumburatedalurinn í norðurhluta …
Meðal þeirra staða sem hjónin heimsóttu var  Bumburatedalurinn í norðurhluta Pakistan. AFP
Hertogahjónin af Cambridge Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi …
Hertogahjónin af Cambridge Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þótt þú sért skipulagður sjálfur geturðu ekki ætlast til að aðrir séu eins. Vandamálin geta vel verið fyrir hendi, þótt enginn sjá þau nema þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Harry Whittaker og Lucinda Riley
2
Sólveig Pálsdóttir
3
Moa Herngren
4
Ragnar Jónasson
5
Jojo Moyes