Katrín og Vilhjálmur í þrumuveðri

Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore …
Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP

Hertogahjónin af Cambridge; Vilhjálmur Bretaprins og Katrín eiginkona hans, komust í hann krappan á ferðalagi sínu um Pakistan í gær þegar þrumuveður olli því að einkaflugvél þeirra gat ekki  tekið á loft. 

Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi …
Hertogahjónin af Cambridge, Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP

Til stóð að þau færu frá borginni Lahore til Islamabad, höfuðborgar Pakistan, en þurftu frá að hverfa eftir að flugmaður vélar þeirra hafði hringsólað yfir flugvellinum í Islamabad án þess að geta lent vegna veðurofsa. Þau þurftu því að gista aukanótt í Lahore en fóru til Islamabad snemma í morgun.

Katrín spreytti sig á krikketkylfu í heimsókninni.
Katrín spreytti sig á krikketkylfu í heimsókninni. AFP

Vegna þessa þurftu þau að hætta við að fara í Khyber Pass fjallaskarðið í norðvesturhluta Pakistans, sem er á landamærunum að Afganistan.

Katrín, hertogaynja af Cambridge í heimsókn í Badshahi moskunni.
Katrín, hertogaynja af Cambridge í heimsókn í Badshahi moskunni. AFP

Heimsókn hjónanna þykir hafa heppnast einkar vel og hefur þeim verið vel tekið á ferðalagi sínu. Í gær léku þau krikket, heimsóttu heimili fyrir munaðarlaus börn og sjúkrahús fyrir krabbameinssjúka. Þá fóru þau í Badshahi moskuna, sem er ein af þeim stærri í heiminum. Pakistan er næststærsta landið í Breska samveldinu og er tilgangur heimsóknarinnar meðal annars að styrkja tengslin við landið. Heimsókninni lýkur í dag.

Meðal þeirra staða sem hjónin heimsóttu var Bumburatedalurinn í norðurhluta …
Meðal þeirra staða sem hjónin heimsóttu var  Bumburatedalurinn í norðurhluta Pakistan. AFP
Hertogahjónin af Cambridge Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi …
Hertogahjónin af Cambridge Vilhjálmur og Katrín í heimsókn í Badshahi moskunni í Lahore í gær. AFP
mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það er í mörg horn að líta hjá þér bæði í leik og starfi. Stuðið felst í að láta það virðast auðvelt.