Skilja eftir tíu ára langt hjónaband

Geoffrey Arend og Christina Hendricks.
Geoffrey Arend og Christina Hendricks. AFP

Hollywood-leikararnir Geoffrey Arend og Christina Hendricks hafa ákveðið að skilja eftir tíu ára langt hjónaband. Hjónin greina bæði frá þessu með sameiginlegri tilkynningu á Instagram. 

Segja þau í tilkynningunni að fyrir 12 árum hafi þau fallið fyrir hvort öðru en þau áttu tíu ára brúðkaupsafmæli fyrir viku. Stjörnurnar segja að þau hafi átt góðar stundir saman og eignast frábæra vini en nú sé tími til að halda hvort í sína áttina.

Hendricks sem er 44 ára og Arend sem er 41 árs eiga ekki börn en segjast ætla halda áfram að ala upp hundana sína saman. 

View this post on Instagram

A post shared by Christina Hendricks (@actuallychristinahendricks) on Oct 17, 2019 at 2:00pm PDT

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Kipptu þér ekki upp við það þótt einhver spyrji þig spjörunum út úr því þú hefur hreina samvisku. Líttu á minningar sem munað - smakkaðu á nokkrum en ekki missa damp.