Snemmbúin frægð rústaði fjölskyldunni

Charlotte Church öðlaðist mikla frægð þegar hún var ung að …
Charlotte Church öðlaðist mikla frægð þegar hún var ung að árum.

Tónlistarkonana Charlotte Church sagði í nýlegu viðtali að snemmbúin frægð hennar hafi rústað fjölskyldu hennar. Church var aðeins 12 ára þegar hún sló í gegn og gaf út hvern smellinn á fætur öðrum. 

Church, sem er 33 ára í dag segir að hún skilji núna hvað frægð hennar kostaði foreldra hennar. Upp úr sauð á milli hennar og móður hennar þegar hún var 16 ára gömul og byrjaði í sambandi með plötusnúðnum Steven Johnson. Þær mæðgur töluðust ekki við í 2 ár eftir það. 

Church talaði í fyrsta skipti í viðtalinu um stressið og pressuna sem lagðist á fjölskylduna þegar hún varð fræg. „Þetta voru mjög upptrekktir aðstæður. Það var alltaf eitthvað í gangi í fjölmiðlum. Annarsstaðar voru mamma og pabbi að takast á við öryggismálin sem voru í gangi, það voru einhverjir sem skipulögðu að ræna mér þegar ég var barn. Við bjuggum í vösum hvors annars,“ sagði Church. 

Heimildarmynd kemur út nú á dögunum um ævi barnastjörnunnar, Charlotte Church: My Family and Me. Church segist hafa verið mjög stressuð að horfa á heimildarmyndina en að hún hafi skilið mömmu sína og pabba betur eftir myndina. 

„Að byrja að skilja raunverulega hvað frægð mín kostaði mömmu mína og pabba og hversu klikkað það hefur verið fyrir þau að ganga í gegnum þetta en á sama tíma að reyna tryggja öryggi dóttur sinnar. Ég get ekki ímyndað mér þetta,“ sagði Church. 

Mamma hennar sem kom með henni í viðtalið sagði að hún hafi fengið taugaáfall þegar 16 ára dóttir hennar fór að heiman. „Það var virkilega virkilega erfitt og mjög óvænt. Hún braut hjartað mitt, ég endaði á að fá taugaáfall,“ sagði mamma hennar og bætti við að hún væri enn hjá sálfræðingi að vinna úr áfallinu."

Church er ekki með plötusnúðnum sem fangaði hjarta hennar 16 ára gömul heldur en hún gift tónlistarmanninum Jonny Powell. 

mbl.is

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert að öllu jöfnu varkár í peningamálunum en í dag er hætt við að þú fallir í einhvers konar freistni. Mundu bara að sönn leit beinist inn á við að manns innri manni.